Greinar

Ólund í Mogganum vegna orða Dags

By Ritstjórn

February 12, 2020

Á baksíðu viðskiptakálfs Moggans er undragrein þar sem ólundin skín í gegn.

„Staldrað hefur verið við gagnrýni Dags B. Eggertssonar borgarstjóra á forystuleysi í kjaramálum: „Hluti vandans myndi ég segja er ákveðið forystuleysi. Það er einhvern veginn enginn að útskýra hvað verkalýðshreyfingin, vinnuveitendur og ríkisstjórnin var að gera síðastliðið vor. Hvað það felur í sér. Hver hugsunin með því er. Þó að þeir séu mikið nefndir lífskjarasamningarnir eru einhvern veginn fáir sem tala fyrir þeim og útskýra hvað í þeim fólst,“ sagði Dagur orðrétt í Silfri Egils.

Við upprifjun á þessum ummælum hefur verið staldrað við orðið forystuleysi en minna við það sjónarmið borgarstjóra að það markmið lífskjarasamningsins hafi ekki verið nægilega upplýst, að hækka lægstu laun umfram önnur.

Fjölmiðlar landsins fjölluðu ítarlega um þetta markmið samninganna. Sent var beint út frá Ráðherrabústaðnum þegar samningar voru í höfn og fyrstu vikur aprílmánaðar voru undirlagðar af umfjöllun um samningana. Verkalýðsfélögin notuðu líka sínar upplýsingaleiðir. Það er því langsótt að almenningur sé fórnarlamb skorts á upplýsingum.

Á móti réttindum koma skyldur; fólk ber ábyrgð á eigin lífi. Ef fólk kýs fremur að lesa um sjálft sig á félagsmiðlum en að afla sér upplýsinga um veröldina utan bólunnar ber það sjálft ábyrgð á eigin fáfræði.“

Viðbrögð Moggans eru langt umfram efni. Þó Dagur, sem er æi kastþröng, segi eitt og annað þá bara gerir hann það. Maðurinn er að freista þess að bjarga eigin skinni.