„Sá fjandskapur í garð sjávarútvegsins og um leið stuðningur við rangláta og of háa skatta kemur því miður ekki á óvart,“ segir í leiðara Moggans. Blaði útvegsrisanna og Eyþórs Arnalds. Þingmenn meirihlutans vinna að því hörðum höndum að lækka stimpilgjald vegna eigendaskipta fiskiskipa og auðvelda útgerðinni útflöggun skipa.
„En þrátt fyrir þessi augljósu rök fyrir því að aflétta þessum skatti af þessari einu atvinnugrein létu þingmenn samfylkingarflokkanna, Pírata, Viðreisnar og Samfylkingar, sig hafa það að rísa á fætur og mótmæla þessari litlu skattalækkun.“
Alþingi mun lækka stimpilgjöld á útgerðina. Ólund Moggans er tilkomin þar sem ekki voru allir þingmenn sama sinnis.