Ólöf nokkur er ekki hrifin af því sem hún telur vera auglýsingabrellu Bónus í brauðdeildinni. Þar sá hún auglýsta litla kleinuhringi sem merktir voru sem nýbakaðir þegar Ólöf vill meina að þeir séu það alls ekki.
Ólöf vekur athygli á þessu í færslu í fjölmennu samfélagi matgæðinga á Facebook, Matartips! Þar birtir hún mynd af umbúðunum og segir:
„Nýbakað!! Hahaha þetta er flutt inn af Mylunni frosið frá útlöndum og alls ekki nýbakað heldur ný afþýtt,“ segir Ólöf.
Margir meðlimir undrast þessa merkingu verslunarinnar á meðan ýmsir hrósa vörunni í Bónus.
Hvað segið þið, neytendur góðir? Finnst ykkur þessar merkingar í lagi?