Grímþór gamli skrifar:
Samningsvilji framkvæmdastjóra SA heldur sem sagt ekki lengur en í mínútu og hann lætur eins og hann sé að heyja baráttu í landi þar sem auðmenn eru kvaldir og píndir og að þeir séu óvinurinn mikli, kvalari auðmanna.
Samtök atvinnulífsins virðast staðráðin í slá Íslandsmet um þessar mundir. Eitt féll í gær þegar fundur með Eflingu hjá ríkissáttasemjara stóð í eina mínútu og fundarmenn höfðu á orði eftir fundinn – ef hægt er að nota það orð um slíka uppákomu – að deilan væri komin í harðan hnút.
Samningsvilji framkvæmdastjóra SA heldur sem sagt ekki lengur en í mínútu og hann lætur eins og hann sé að heyja baráttu í landi þar sem auðmenn eru kvaldir og píndir og að þeir séu óvinurinn mikli, kvalari auðmanna.
Þessi áróður fer auðvitað illa saman við staðreyndir hér á landi. Ef horft er til dæmis um aldarfjórðung aftur í tímann þá hefur hagur fyrirtækjanna um það bil tvöfaldast. Það lýsir gríðarlegum bata í auðsöfnun sem þó voru ekki slæm fyrir í samanburði við önnur ríki.
Grímþór snéri út úr leiðara Moggans í dag.