- Advertisement -

Öll áherslan er á forystufólkið


Gunnar Smári skrifar:

Gunnar Smári.

Fjölmiðlun og upplýsingagjöf lifandi grasrótarsamtaka endurspegla líf og viðhorf félaganna. Þetta þekkir fjölmiðlafólk vel, sem tók þátt í lýðræðisvæðingu fjölmiðla á síðustu öld þegar sjónarhóll fjölmiðla færðist frá valdafólki og að almenningi, endurspeglaði ekki aðeins viðhorf þeirra sem fóru með vald í samfélaginu heldur líf, lífsviðhorf, vonir og væntingar almennings, venjulegs fólks. Það má setja þessa mælistiku á hvernig almannasamtök stunda sína fjölmiðlun og upplýsingagjöf, hvaða mynd þau gefa af starfsemi sinni.

Ef sjónarhóllinn er á hina almenn félagsmann þá eru samtökin á lífi og ætla má að hinn almenni félagsmaður hafi virk áhrif á stefnu og aðgerðir. En ef sjónarhóllinn snýr aðeins að starfsmönnum og forystu þá er það merki þess að viðkomandi samtök eiga eftir alþýðubyltingu og tilheyrandi lýðræðisvæðingu. Því miður má lesa það af upplýsingagjöf flesta verkalýðsfélaga og -samtaka og hvernig þau vilja birtast almenningi; öll áherslan er á forystufólkið og starfsemi skrifstofunnar en hverfandi athygli á almennt félagsfólk, það fólk sem samtökin eiga að þjóna og sem eiga að vera leiðarljós allrar starfsemi þeirra.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: