- Advertisement -

Ólína: Ríkisstjórnin er umboðslaus

„Spennan er að aukast vegna alþingiskosninganna. Nú eru tveir þingmenn í samtali við RÚV að kalla eftir því að þing komi saman, ekki síst í því ljósi að ríkisstjórnin muni verða óbreytt og nú liggi á vegna fjárlaga,“ skrifar Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir á Facebook.

„Vissulega væri gott að eyða óvissunni sem fyrst en … þing sem ekki er löglega kjörið verður ekki kallað saman. Ríkisstjórnin er umboðslaus. Forseti vor ætti i raun að leysa hana frá störfum skipa starfsstjórn þar til þing verður kallað saman svo að vinna við fjárlög, covid-aðgerðir o.fl. geti haldið áfram.

Á meðan þarf undirbúningsnefndin hans Birgis Ármannssonar að slá í klárinn svo að tími vinnist til uppkosningar. Þessi dráttur á óhjákvæmilegri niðurstöðu er orðinn of langur nú þegar.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: