Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, rithöfundur og fyrrum þingkona, ritar hjartnæm miningarorð á Facebook þar sem hún minnist trausts vinar síns. Hundur hennar, Skutull, sofnaði svefninum langa um liðna helgi á stofugólfinu heima.
Greinilegt er á orðum Ólínu að Skutull var mikil hetja enda var líf hans helgað samfélagsþjónustu við leitar- og björgunarstörf á vegum Landsbjargar.
„Nú er þjónustu hans lokið. Skutull – hetjan litla, vinurinn trausti – er fallinn frá. Ég hef aldrei kynnst betri eða vinnusamari hundi en Skutli. Hann var einstaklega ósérhlífinn og næmur – hlífði sér aldrei, lagði sig alltaf allan fram. Samstarf okkar var óskeikult alla tíð. Hann gerði mig betri, vissi alltaf hvernig mér leið, skildi mig og las eins og opna bók, segir Ólína og heldur áfram:
„Hann las hug minn. Þekkti hjarta mitt. Skutull var hógvær hetja. Sannur vinur og sálufélagi. Einstaklega blíður og gáfaður hundur, barngóður og hlýðinn. Hann skilur eftir sig ómetanlegar minningar um ævintýri og samverustundir sem eiga engan sinn líka. Sælt er að hafa svo lifað. Hans verður sárt saknað.“