Össur Skarphéðinsson skrifaði:
Dagur B. Eggertsson, hafði samráð við minnihlutann um aðgerðir til viðnáms við COVID-19 og tók inn prýðilegar tillögur Eyþórs&co. Samstaðan í borgarstjórn var til fyrirmyndar og myndin af þeim saman falleg. Katrín Jakobsdóttir hafði hins vegar ekki fyrir því að taka stjórnarandstöðuna á Alþingi inn í undirbúning sinna aðgerða nema til málamyndakynningar í lokin. Hvenær – ef ekki á svona tímum? Ég er ekki viss um að þetta sé vel fallið til að efla þá samstöðu sem þjóðin þarf nú á að halda. Að öðru leyti fá allir pre fyrir góða frammistöðu og einkum einvalaliðið í heilbrigðisgeiranum.
Greinin birtist á Facebooksíðu Össurar.