- Advertisement -

ÓLÍK SJÓNARMIÐ

…að gefa aldrei eftir um svo mikið sem eina tommu…

Árni Gunnarsson skrifar:

Nokkuð hefur borið á því, að stöku stjórnmálamenn og fulltrúar ferðagreina, hafi viljað slaka á varnaraðgerðum gegn kovid 19 og greiða fyrir komu fleiri ferðamanna til landsins. Þar hafa tekist á sjónarmið stjórnvalda og þess fólks, sem góðu heilli var valið til að stýra vörnum þjóðarinnar gegn Covid, og hefur gert það með einkar skynsamlegum hætti.

Í mínum huga er Covid 19 svo alvarlegur sjúkdómur og á eftir að herja á þjóðina svo lengi, að við megum ekki á nokkurn hátt slá af varnaraðgerðum. Efnahagslegir hagsmunir í baráttunni við veiruna, mega aldrei verða rétthærri en aðgerðir, sem koma í veg fyrir alvarlega sjúkdóma og dauða. Ég skora því á alla, sem halda um stjórnvölinn í Covidslagnum, að gefa aldrei eftir um svo mikið sem eina tommu í þeim aðgerðum, sem strangastar eru og árangursríkastar. Allt annað eru hrein svik. Fjárhagslegir hafsmunir geta ekki og mega ekki breyta þar nokkru.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: