Fréttir

Óligarkarnir eru líka á Íslandi

By Miðjan

March 19, 2022

Elín Hirst er með fínt viðtal í helgarblaði Fréttablaðsins. Þar talar hún við Steingrímur Árnason sem hefur reynslu af rekstri frjálsra fjölmiðla í Rússlandi. Viðtal sem allar ættu að lesa. Hér er lítið brot:

„Við þekkjum eitt land þar sem auðlindir þjóðarinnar hafa ratað á fárra hendur, þar sem menn hafa auðgast umfram aðra, og það er nú bara okkar eigið Ísland. En það hefur blessunarlega ekki verið jafn ofbeldisfullt ferli og í Rússlandi.“

Þannig að þú segir að það séu óligarkar á Íslandi?

„Við búum í litlu landi og þekkjum öll forsöguna, núna sérstaklega eftir sjónvarpsþættina Verbúðina og allt það. Auðvitað finnst fólki þetta ósanngjarnt. En auðvitað er líka í þessum bransa fullt af flottu rekstrarfólki sem veitir fullt af fólki atvinnu, það má ekki gleyma því. En auðsöfnunin og samþjöppunin gengur fram af f lestu skynsömu fólki. En talandi um óligarkisma, ég held að við Íslendingar vitum alveg sjálf að við myndum ekki vilja gefa frá okkur heita vatnið eða rafmagnið til Evrópu eða fjögurra fjölskyldna.“