„Samninganefnd sveitarfélaganna frestar fundum. Eftir hverju er verið að bíða? Við setjum fram þá kröfu að unnið verði hratt og markvisst svo hægt sé að ganga frá kjarasamningi við félagsmenn Eflingar, sem nú hafa verið samningslausir í rétt tæpt ár! Þetta er ólíðandi framkoma við fólk sem sinnir undirstöðustörfum, fólk sem er algjörlega ómissandi. Hingað og ekki lengra, setjist niður og skrifið undir!“
Þetta skrifar Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og greinilega ósátt við viðsemjendur félagsins.