- Advertisement -

Óli ufsi í framboð fyrir Sósíalista

„Ég held að kosningarnar í haust verið mikilvægustu kosningarnar á lýðveldistímanum.“

Ólafur Jónsson, fyrrverandi skipstjóri, hefur tekið sæti á lista Sósíalista í Reykjavíkurkjördæmi suður, en Jón Kristinn Cortez þurfti af óviðráðanlegum ástæðum að draga sig til hlés í kosningabaráttunni. Ólafur tekur sæti hans, fjórða sætið á lista flokksins í Reykjavík suður.

„Ég held að kosningarnar í haust verið mikilvægustu kosningarnar á lýðveldistímanum,“ segir Ólafur. „Ef okkur tekst ekki að ná þingstyrk sem vill gera afgerandi breytingar á kvótakerfinu og helst að leggja það niður, verður enn ólíklegra að okkur takist að sigra þetta óréttláta kerfi. Mikill meirihluti fólks vill þetta kerfi burt. Ef fólk kýs samkvæmt þessari sannfæringu sinni þá mun okkur takast það, að leiðrétta þessi rangindi. Það þarf að kjósa um kvótann.“

Katrín Baldursdóttir, sem leiðir listann í Reykjavík suður, fagnar komu Ólafs á listann. „Ólafur mun styrkja enn málflutning flokksins í kvótamálum, sem eins og hann bendir á, verður eitt af stóru kosningamálunum. Svo er Ólafur einkar lifandi og skemmtilegur maður. Það verður gaman að vinna með honum.“

Þú gætir haft áhuga á þessum
Katrín Baldursdóttir:
„Ólafur mun styrkja enn málflutning flokksins í kvótamálum.“

Ólafur Jónsson, oft kallaður Óli ufsi, er eldri borgari og fyrrverandi skipstjóri til margra ára. Ólafur hefur unnið í íslenskum sjávarútvegi í yfir fimmtíu ár, mest allan tímann sem skipstjóri. Hann vann í átta ár sem tæknilegur sölumaður veiðarfæra erlendis, einkum í Norður- og Suður-Ameríku. Í þessu starfi ferðaðist Ólafur til flestra helstu fiskveiðiþjóða heims og hitti skipstjóra og útgerðarmenn víða um lönd. Ólafur var framkvæmdastjóri Hampidjan USA í þrjú ár. Ólafur hefur verið virkur andstæðingur kvótakerfisins frá upphafi þess. Hann vill tryggja að allir þegnar þjóðfélagsins hafi jöfn tækifæri í uppvexti, í námi og í atvinnulífinu. Ólafur telur að óréttlætið, óskilvirknin og spillingin í kringum fiskveiðarnar hljóti að kalla á afnám kvótakerfisins sem allra fyrst. Til að ná því markmiði starfar Ólafur í Sósíalistaflokknum.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: