Fær þjóðin banka í póstinum?
Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, sagði í Silfrinu fyrir augnabliki eða tveimur, að Sjálfstæðisflokkurinn vilji að allir Íslendingar eignist hluta í öðrum ríkisbankanum. Fái bankann í pósti, eins og Óli Björn sagði.
Oddný Harðardóttir var með honum í samtalinu. Þau er sammála um að ríkið eigi ekki að eiga bankana tvo. Samfylkingin vill að ríkið eigi einn banka, en ekki tvo.