- Advertisement -

Óli Björn þinflokksformaður er afar ósáttur við áform Sigurðar Inga

Svo það sé skýrt. Á meðan ég sit á þingi mun ég aldrei samþykkja breyt­ing­ar af þessu tagi, jafn­vel þótt gild­andi regl­ur um Jöfn­un­ar­sjóðinn séu í mörgu gallaðar.

Óli Björn Kárason.

Ekki virðist vera mikill kærleikur á stjórnarheimilinu. Óli Björn Kárason veður í Sigurð Inga formann Framsóknar og innviðaráðherra án þess þó að nefna hann á nafn. Tilefnið er þvinganir ráðherrans til að fá sveitarfélög til sameiningar. Hér verður vitnað til vikulegrar Moggagreinar Óla Björns:

Í sam­ráðsgátt stjórn­valda ligg­ur skýrsla starfs­hóps um end­ur­skoðun á reglu­verki Jöfn­un­ar­sjóðs sveit­ar­fé­laga og drög að frum­varpi um breyt­ing­ar á lög­um um sjóðinn. Um það verður ekki deilt að end­ur­skoðunin er löngu tíma­bær. En til­lög­ur að breyt­ing­um valda mér áhyggj­um og þá ekki síst tvö af meg­in­mark­miðum sem virðist vera stefnt að:

Að beita sveit­ar­fé­lög fjár­hags­leg­um þving­un­um til sam­ein­ing­ar í stað þess að inn­leiða fjár­hags­lega hvata.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Til­skip­an­ir í stað val­frels­is íbú­anna.

Að þvinga sveit­ar­fé­lög til að leggja á há­marks­út­svar. „Vannýt­ing“ út­svars verður dreg­in frá fram­lög­um úr Jöfn­un­ar­sjóði. Sem sagt: Nýti „sveit­ar­fé­lag ekki út­svars­hlut­fall að fullu komi til skerðing­ar á fram­lög­um úr Jöfn­un­ar­sjóði sem nemi vannýtt­um út­svar­s­tekj­um, þ.e. mis­muni á út­svari miðað við há­marks­álagn­ingu og út­svari miðað við álagn­ing­ar­hlut­fall sveit­ar­fé­lags“. Hið sama á við um álagn­ingu fast­eigna­gjalda.

Nái þess­ar til­lög­ur fram að ganga verður refsi­vend­in­um beitt harka­lega gagn­vart þeim sveit­ar­fé­lög­um sem hafa ákveðið að gæta hóf­semi í álög­um á íbúa – hóf­semi sem þeim er tryggð í lög­um um tekju­stofna sveit­ar­fé­laga. Til­lög­ur um refs­ingu vegna „vannýt­ing­ar“ af­nem­ur í reynd 3. og 23. gr. lag­anna, ann­ars veg­ar um fast­eigna­gjöld og hins veg­ar út­svar. Og þá er spurn­ing um raun­veru­legt sjálf­stæði sveit­ar­fé­laga gagn­vart rík­is­vald­inu.

Svo það sé skýrt. Á meðan ég sit á þingi mun ég aldrei samþykkja breyt­ing­ar af þessu tagi, jafn­vel þótt gild­andi regl­ur um Jöfn­un­ar­sjóðinn séu í mörgu gallaðar.

Það eru gild rök fyr­ir því að stuðla að sam­ein­ingu sveit­ar­fé­laga og/​eða tryggja aukna sam­vinnu þeirra. En sam­ein­ing verður að vera á for­send­um íbú­anna sjálfra. Til­raun­ir til lögþving­un­ar hafa ekki gengið eft­ir og þá virðist eiga að beita fjár­hags­leg­um þumal­skrúf­um til að ná fram póli­tísk­um mark­miðum um fækk­un sveit­ar­fé­laga. Vald­boð og þving­an­ir í stað já­kvæðra hvata. Til­skip­an­ir í stað val­frels­is íbú­anna.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: