Stjórnmál

Óli Björn skammast við Bjarna formann

By Miðjan

September 17, 2022

Ég held að við verðum að horfast í augu við það að við þurfum aukinn aga í opinber fjármál, ríkisfjármál sérstaklega. Þá gerum við það fyrst og fremst með því að leiða í lög útgjaldareglu, sagði Óli Björn Kárason, þingflokksformaður flokks fjármálaráðherra, í nýrri þingræðu um fjárlög næsta árs:

Ég hef áhyggjur af því að við séum að fara ansi geyst, ekki bara í þessu fjárlagafrumvarpi. Þetta er að verða krónískt vandamál. Þess vegna held ég að við komumst ekki hjá því að endurskoða lög um opinber fjármál sem tóku gildi 2016, voru mikið framfaraspor á sínum tíma, innleiða hér ákveðinn aga í ríkisfjármál, laun eða opinber fjármál með skuldar reglunni sérstaklega.

Óli Björn sagði einnig: Ef menn vilja koma til móts við þessa gagnrýni þá segi ég: Þá skal þingheimur hugleiði það hvort hann sé ekki efnisleg ástæða til þess að draga til baka tillögu í bandormi um að hækka nefskatt sem heitir útvarpsgjald um 388 millj. kr. það myndi létta aðeins undir, ekki síst hinum tekjulægri, sem komast ekki undan því að greiða útvarpsgjaldið algerlega óháð tekjum. 

Því miður er að það er auðvitað haldið áfram að auka útgjöld ríkissjóðs. Ég hef verið einn þeirra sem hef reynt að setja löppina á bremsuna en það eru alltaf einhverjir sem eru að toga í löppina á mér til baka. Ég hef áhyggjur af því að við séum að fara ansi geyst, ekki bara í þessu fjárlagafrumvarpi. Þetta er að verða krónískt vandamál. Þess vegna held ég að við komumst ekki hjá því að endurskoða lög um opinber fjármál sem tóku gildi 2016, voru mikið framfaraspor á sínum tíma, innleiða hér ákveðinn aga í ríkisfjármál, laun eða opinber fjármál með skuldar reglunni sérstaklega.