„En þrátt fyrir að laun verkafólks hafi hækkað meira en laun annarra á almennum markaði er sú hækkun langt undir launaþróun opinberra starfsmanna, eins og sést vel á meðfylgjandi mynd. Búast má við að launafólk á almennum markaði geri þá kröfu – sem varla getur talist ósanngjörn – að það misgengi sem hefur átt sér stað í launaþróun hins opinbera og einkageirans, verði a.m.k. jafnað, þegar sest verður niður við gerð nýrra kjarasamninga,“ segir í Moggagrein Óla Björns Kárasonar.
Davíð rær á sömu mið í Staksteinum:
„Á almenna markaðnum hækkuðu launin um 8,5% í fyrra, sem er gríðarleg hækkun, ekki síst í hallæri, en hjá hinu opinbera var hækkunin nær tvöföld, eða 16,1%, sem lýsir algerum skorti á veruleikatengingu.“
Þarna gefur Davíð Bjarna Benediktssyni kinnhest. Þar jú hann og enginn annar en hann sem ber ábyrgð á þessu máli.