Fréttir

Óli Björn vill verða númer tvö

By Miðjan

May 12, 2021

Óli Björn Kárason, sem eflaust er stefnufastasti þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sækist nú eftir öðru sæti á lista síns flokks í Kraganum. Sé flokksfólki þar annt um stjórnmálin mun Óli Björn fá góða kosningu. Ekki er víst að hugsjónir Óla Björns dugi til. Framundan er mikil barátta. Bjarni Benediktsson að sjálfsögðu viss um fyrsta sætið.

Aðrir frambjóðendur eru: Arnar Þór Jónsson dómari og þingmennirnir Bryndís Haraldsdóttir, Jón Gunnarsson og Óli Björn Kárason og svo Vilhjálmur Bjarnason varaþingmaður sem Bjarni færði úr öruggu þingsæti og gerði af varaþingmanni. Þetta hefur Vilhjálmur aldrei fyrirgefið.

Óli Björn skrifar í Moggann í dag um eigið framboð. Þar segir hann:

„Í starfi mínu á þingi hef ég byggt á póli­tískri sann­fær­ingu – hug­mynda­fræði og lífs­sýn sjálf­stæðis­stefn­unn­ar um mann­helgi ein­stak­lings­ins og þeirri vissu að and­legt og efna­hags­legt frelsi sé frumrétt­ur hvers og eins. Á stund­um hef­ur reynt á þolrif­in en ekki síður þol­in­mæðina. Oft hef­ur gefið á bát­inn en svo hafa mik­il­væg­ir áfanga­sigr­ar unn­ist, sem hafa tryggt betri lífs­kjör al­menn­ings. Og til­ver­an hef­ur orðið skemmti­legri og lit­brigði mann­lífs­ins fjöl­breytt­ari.

Það er ekki sjálf­gefið að taka ákvörðun um að sækj­ast eft­ir end­ur­kjöri sem þingmaður. Ástríðan verður að vera fyr­ir hendi. Í stjórn­mál­um verður ár­ang­ur­inn lít­ill án sann­fær­ing­ar og löng­un­ar til að berj­ast fyr­ir fram­gangi hug­mynda. Ástríðan, sann­fær­ing­in og löng­un­in er enn til staðar – og síst minni en áður. Stefnu­festa er nauðsyn­leg en þol­in­mæði ekki síður því drop­inn hol­ar stein­inn. Bar­átt­an fyr­ir frelsi ein­stak­lings­ins og full­veldi lands­ins held­ur áfram. Í þeirri bar­áttu vil ég taka full­an þátt.“