- Advertisement -

Óli Björn óvæginn í gagnrýni á efnahagsstjórnina

„Höfum við efni á þessu öllu?“ Þessi er fyrirsögnin á óvæginni gagnrýni Óla Björns Kárasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, á efnahagsstjórn síðustu ára. Á þeim tíma hefur flokkur Óla Björns, Sjálfstæðisflokkurinn, ráði nær öllu í efnahagsstjórn landsins.

Óli Björn skrifar ádrepuna í Moggann í dag. Þar segir:

„Í raun skipt­ir engu hvaða töl­ur um út­gjöld hins op­in­bera eru skoðaðar. Sam­eig­in­leg­ur kostnaður lands­manna hef­ur hækkað gríðarlega á síðustu ára­tug­um. Aukn­ing út­gjalda get­ur verið nauðsyn­leg og skyn­sam­leg s.s. í upp­bygg­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins, þar sem verið er að tryggja aðgengi sjúkra­tryggðra – okk­ar allra – að nauðsyn­legri þjón­ustu. En jafn­vel inn­an heil­brigðis­kerf­is­ins eru fjár­mun­ir ekki nýtt­ir eins og best verður á kosið. Fram­lög til al­manna­trygg­inga hafa stór­auk­ist og hið sama á við um mennta­kerfið.“ Mikil dauðyfli eru í flokknum verði gagnrýni Óla Björns á verk flokksins ekki rædd innan húss í Valhöll.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Áskoranir.

Óli Björn er ekki hættur: „Hver og einn verður að svara því hvort þjón­usta hins op­in­bera – rík­is og sveit­ar­fé­laga – hafi batnað í sam­ræmi við auk­in út­gjöld. Velta því fyr­ir sér hvort við sem vel­ferðarþjóð höf­um efni á þessu öllu, eða hvort tæki­fær­in fel­ist ekki síst í bættri nýt­ingu fjár­muna og end­ur­skipu­lagn­ingu rík­is­rekstr­ar.“

Að lokum þetta: „Áskor­an­ir í rekstri hins op­in­bera á kom­andi mánuðum fel­ast ekki í aukn­um rík­is­út­gjöld­um held­ur í betri og hag­kvæm­ari nýt­ingu sam­eig­in­legra fjár­muna. Þetta á jafnt við um ríkið og sveit­ar­fé­lög­in. Hundruð millj­arða aukn­ing út­gjalda hins op­in­bera og rík­is­ins sér­stak­lega er ekki vís­bend­ing um að skort­ur sé á pen­ing­um í fjár­kist­urn­ar held­ur frem­ur merki um ómark­vissa nýt­ingu þeirra.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: