Stjórnmál

Óli Björn opnar á að Sjálfstæðisflokkurinn ætti að vera í stjórnarandstöðu

By Miðjan

July 19, 2023

Gunnar Smári skrifaði fyrir Samstöðina.

„Stjórn­mála­flokk­ur sem berst fyr­ir fram­gangi hug­sjóna – vill hrinda hug­mynd­um í fram­kvæmd – þarf stöðugt að vega og meta með hvaða hætti það er best gert. Það er langt í frá sjálf­gefið að mesti ár­ang­ur­inn ná­ist með því að taka þátt í rík­is­stjórn. Ef fá stefnu­mál ná fram að ganga með sam­starfi í rík­is­stjórn – ef stöðugt eru lagðir stein­ar í götu frels­is – er illa hægt að rétt­læta stuðning við rík­is­stjórn. Á stund­um er betra, til lengri tíma litið, að standa tíma­bundið utan rík­is­stjórn­ar, huga að rót­un­um, ydda hug­mynda­fræðina, meitla og slípa nýja hugs­un og stefnu í takt við breytta tíma,“ skrifar Óli Björn Kárason, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, í Morgunblað dagsins.

Í síðustu grein skrifaði Óli gegn Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra og boðaði að Sjálfstæðisflokkurinn yrði í stjórnarandstöðu við þann ráðherra og talaði gegn ríkisstjórnarsamstarfinu við Vg. Nú ræðir hann um að stjórnarandstaða geti verið góð og þroskandi fyrir Sjálfstæðisflokkinn, eins og hann sé að telja kjark í flokkinn til að slíta samstarfinu og boða til kosninga.

„Fyr­ir 12 árum skrifaði ég í Þjóðmál um stöðu Sjálf­stæðis­flokks­ins. Þar hélt ég því fram að sjálf­stæðis­fólk ætti að færa umræðuna um þjóðfé­lags­mál yfir á heima­völl Sjálf­stæðis­flokks­ins. Póli­tík er sam­keppni hug­mynda „og sú sam­keppni verður ekki unn­in með því að benda á hvað stefna and­stæðings­ins sé slæm, held­ur með því að sann­færa kjós­end­ur um að sjálf­stæðis­stefn­an sé besta trygg­ing fyr­ir sókn til betri lífs­kjara og heil­brigðara þjóðfé­lags“. Með öðrum orðum: Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn eigi að end­ur­heimta dag­skrár­valdið. Tala af sann­fær­ingu fyr­ir tak­mörkuðum rík­is­af­skipt­um, lág­um skött­um og auknu frelsi ein­stak­ling­anna, með áherslu á fjár­hags­legt sjálf­stæði þeirra. Marka stefn­una í þjóðarör­ygg­is­mál­um með tryggri varðstöðu um full­veldið. Taka málstað at­vinnu­lífs­ins, sem er for­senda þess að hægt sé að byggja upp öfl­ugt al­manna­trygg­inga­kerfi og gott heil­brigðis­kerfi sem þjón­ar öll­um óháð efna­hag,“ skrifar Óli Björn.

Og bætir við: „Fyr­ir þann sem lagt hef­ur fyr­ir sig stjórn­mál er einnig nauðsyn­legt að átta sig á því að bar­átta fyr­ir fram­gangi frels­is er ekki aðeins háð í þingsal eða í sveit­ar­stjórn­um. Dag­skrár­valdið er hægt að end­ur­heimta með öðrum og jafn­vel áhrifa­rík­ari hætti.“