Mannlíf

Óli Björn óheyrilega bjartsýnn

By Miðjan

September 22, 2021

Í sama blaði og lesa má að Bjarni Benediktsson segist muni hætta sem formaður, aukist fylgið við Sjalfstæðisflokkinn frá því sem nú er, má lesa allt annan tón og bjartari hjá Óla Birin:

„Að þessu leyti er valið skýrt á kjördag. Sjálfstæðisflokkur eða fimm flokka vinstri stjórn, eins konar útfærsla á meirihluta borgarstjórnar í Reykjavík, með þátttöku Framsóknarflokksins sem hefur áður rutt braut fyrir vinstri stjórn.“

Flokkurinn mælist með rétt rúm tuttugu prósent. Samt virðist Óli Björn halda að valið sé milli hans allra hinna.

Það er gaman að þessu.