Efnahagsmál
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokks er ekki par hrifinn að gjörðum varaformanns flokksins og fjármálaráðherra. Þórdís K.R. Gylfadóttir hefur verið ítrekað í fréttum vegna fjárútláta ríkissjóðs.
Þar er þjóðarhöll ofarlega á blaði. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur fylgt Þórdísi í málinu. Í grein Óla Björns í Mogganum segir á einum stað:
„Við verðum að sætta okkur við að ríkissjóður hefur ekki bolmagn til að ráðast í mörg verkefni sem mörgum kann að finnast nauðsynleg. Stofnun ríkisóperu er eitt, þjóðarhöll er annað, stofnun ríkisstofnunar um mannréttindi er þriðja. Listinn er því miður lengri.“
Hér fer annar kafli úr grein Óla Björns:
„Endurgreiðslur til erlendra kvikmyndafyrirtækja eru komnar úr böndunum. Fjögurra milljarða endurgreiðsla til bandarísks spennuþáttar særir alla skynsemi. Hækkun á hlutfalli endurgreiðslu, sem gerð var í mikilli samstöðu á þingi árið 2022, verður að fella úr gildi. Ekki verður hjá því komist að endurskoða höfuðborgarsáttmálann frá grunni.“