Stjórnmál

Óli Björn og ósigrar Vg og Framsóknar

By Miðjan

June 16, 2021

Sigurður Ingi og Guðmundur Ingi. Óli Björn gerir lítið úr málum þeirra.

„Komið var í veg fyr­ir lögþvingaða sam­ein­ingu sveit­ar­fé­laga,“ skrifar Óli Björn Kárason í Moggann í dag. Þarna fær Sigurður Ingi Framsóknarformaður létt högg frá Óla Birni. Það er ekkert miðað við höggið sem hann veitir umhverfisráðherra Vg:

„Há­lend­isþjóðgarður­inn varð ekki að veru­leika og úti­lokað var að af­greiða fyr­ir­liggj­andi frum­varp með öðrum hætti en vísa því aft­ur til rík­is­stjórn­ar. (Hvernig staðið var að verki við frum­varpið er ágætt skóla­bók­ar­dæmi um hvernig ekki á að vinna ef ætl­un­in er að mynda sátt og sam­stöðu meðal al­menn­ings, land­eig­anda og sveit­ar­fé­laga um mik­il­vægt mál.)“

Það er meira en háð í þessum skrifum Óla Björns. Það er áfellisdómur.

Svo má líka finna í grein Óla Björns kafla þar sem  hann lýsir Alþingi sem furðuverki þar sem mál eftir mál sem unnin eru í þinginu séu hreint galin og eigi ekkert erindi í þingið hvað þá að verða afgreidd þaðan:

„Eins og alltaf var handa­gang­ur í öskj­unni á síðustu vik­um og dög­um þings­ins og kannski meiri en oft áður þar sem kosn­ing­ar eru skammt und­an. Ég ít­rekaði oft við fé­laga mína í þing­flokki Sjálf­stæðis­flokks­ins og einnig við nokkra sam­verka­menn í stjórn­ar­liðinu að sum mál – frum­vörp rík­is­stjórn­ar og þing­manna – væru ein­fald­lega þannig að hvorki him­inn né jörð myndi far­ast þótt þau dagaði uppi og yrðu ekki af­greidd. Raun­ar væru nokk­ur sem aldrei mætti samþykkja,“ skrifar Óli Björn.