„Pólitísk staða Bjarna Benediktssonar er sterk að loknum landsfundi. Að baki honum eru þúsundir sjálfstæðismanna um allt land og við hlið hans standa Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir varaformaður og Vilhjálmur Árnason ritari. Þau koma af landsfundi með skotfærakisturnar troðfullar. Verkefnalistinn sem sjálfstæðisfólk tók saman og ætlast til að kjörnir fulltrúar á þingi og í sveitarstjórnum fylgi eftir liggur fyrir,“ má lesa í vikulegri grein Óla Björns Kárasonar í Mogganum.
Þar segir líka: „Hugmyndabaráttan verður á forsendum Sjálfstæðisflokksins, ekki á forsendum pólitískra andstæðinga.“ Þá er spurt: Ekki á forsendum sessunauta flokksins í stjórnarráðinu?