- Advertisement -

Óli Björn harður á móti vilja Katrínar

Katrín boðar skattahækkanir.

„Það kemur mér ekki á óvart að forsætisráðherra Vinstri grænna vilji grípa til skattahækkana. Hún hefur aldrei farið leynt með þá skoðun sína. Rétt eins og ég hef aldrei farið dult með þá skoðun mína að við eigum ekki að gera það,“ segir Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Fréttablaði dagsins.

„Þessar hugmyndir eru ekki bara varhugaverðar, þær eru hreinlega óskynsamlegar. Auknar álögur draga líka úr getu okkar til að laða hingað starfsfólk og skapa verðmæti.“

Óli Björn segir engu líkara en að verið sé að nálgast verkefnið frá röngum enda. „Ef markmiðið er að leiðrétta hallarekstur ríkissjóðs þá gerum við það ekki með skattahækkunum. Við gerum það með því að gæta hófs og draga úr útgjöldum. Ég hef haft áhyggjur af útgjaldaaukningu undanfarinna ára og hvernig þeir fjármunir eru nýttir,“ segir Óli Björn.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Talað er við Katrínu og hún segir að samhliða aðhaldi í rekstri verði ríkissjóður að afla frekari tekna. Í þeim efnum útilokar hún ekki skattahækkanir.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: