- Advertisement -

Óli Björn gagnrýninn á eigin flokk

„Hafi valið að setja hug­sjón­ir út í horn í mála­miðlun og huggu­leg­um sam­ræðum um tækni­leg­ar útfærslur við póli­tíska and­stæðinga sem eru tíma­bundið sam­verka­menn í rík­is­stjórn.“

Óli Björn Kárason.

Óli Björn Kárason, sem efalítið er helsti hugsjónastjórnmálamaður Sjálfstæðisflokksins, opnar sig í Moggagrein í dag. Hann er ósáttur með stöðu flokksins og segir að þingmenn beri ábyrgð á hvernig komið er fyrir flokknum. Óli undanskilur sig ekki.

Í greininni segir: „Frá nóv­em­ber síðastliðnum hef­ur stuðning­ur við Sjálf­stæðis­flokk­inn aldrei mælst yfir 20% – eða í átta mánuði sam­fellt.“

Næst þetta:

„En um leið verðum við, hvert og eitt okk­ar…“

„Hafi flokk­ur­inn ein­hvern tíma þurft á rök­ræðum og skoðana­skipt­um að halda þá er það þegar á móti blæs. Mark­miðið er, eins og ætíð, að ydda og marka póli­tíska hægri stefnu, breyta vinnu­brögðum og herða mál­flutn­ing­inn með sjálfs­trausti þess sem hef­ur fjölda sam­herja sér að baki. En um leið læra af mis­tök­um liðinna ára.“

Bjarni formaður hlýtur að lesa þetta. Hvað þá þetta:

„Hafi valið að setja hug­sjón­ir út í horn í mála­miðlun og huggu­leg­um sam­ræðum um tækni­leg­ar útfærslur við póli­tíska and­stæðinga sem eru tíma­bundið sam­verka­menn í rík­is­stjórn.“

Þarna er fast skotið á Bjarna og samstarf hans við Katrínu Jakobsdóttur.

Ekki má sleppa þessari sjálfsgagnrýni:

„En um leið verðum við, hvert og eitt okk­ar, að hafa burði til að svara og taka af­stöðu, en feykj­ast ekki líkt og lauf í vindi til að geðjast þeim sem rætt er við hverju sinni.“

Niðurlag greinar Óla Björns Kárasonar er svona:

Hrein­skiptn­ar umræður á flokks­ráðsfundi.

„Und­ir lok ág­úst kem­ur flokks­ráð Sjálf­stæðis­flokks­ins sam­an. Þar get­um við sjálf­stæðis­menn sett hug­sjón­ir í for­gang. Grunn­stefið er sjálf­stæði lands­ins og frelsi ein­stak­ling­anna. Flokks­ráðsfund­ur­inn get­ur markað nýtt upp­haf í bar­átt­unni fyr­ir opnu sam­fé­lagi þar sem sköp­un­ar­gáfa og at­hafnaþrá hvers og eins fær að njóta sín. Með skýr­um skila­boðum um að skor­in verði upp her­ör gegn tækni­leg­um krat­isma þar sem braut­in fyr­ir sjálf­stæða at­vinnu­rek­and­ann verður rudd end­ur­nýj­ast trúnaðarsam­band sem hef­ur trosnað upp.

Hrein­skiptn­ar umræður á flokks­ráðsfundi geta markað upp­haf að nýrri sókn Sjálf­stæðis­flokks­ins þar sem áhersl­an er á hag millistétt­ar­inn­ar og at­vinnu­lífs­ins. Fyr­ir­heit­in eru skýr: Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn ætl­ar að leggja grunn­inn að fjár­hags­legu sjálf­stæði allra. Eng­inn stjórn­mála­flokk­ur skil­ur bet­ur sam­hengið milli fjár­hags­legs sjálf­stæðis, jafn­rétt­is, lágra skatta, at­vinnu­frels­is og vel­sæld­ar.

Tæki­fær­in eru fyr­ir hendi fyr­ir okk­ur sjálf­stæðis­menn og það er okk­ar að grípa þau eða glata.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: