- Advertisement -

Óli Björn er ljósið í myrkrinu

Einsog áður hefur komið fram hér andar nú köldu frá Hádegismóum til ríkisstjórnarinnar. Mestu munar um að ríkisstjórninni hafi ekki tekist að koma í gegn lækkun veiðigjalda. „Hvernig má það vera að rík­is­stjórn, sem sam­kvæmt hefðbund­inni taln­ingu hef­ur traust­an meiri­hluta að baki, kem­ur ekki í gegn máli á borð við lag­fær­ingu veiðigjalda?“ Segir í lok leiðara dagsins í Mogganum.

Þó ritstjórinn í Hádegismóum hafi orðið fyrir sárum vonbrigðum með frammistöðu ríkisstjórnarinnar, með sinn trausta meirihluta, er þó ekki algjört svartnætti í huga ritstjórans. Hann sér hið minnsta eitt ljós.

Ekki allir laustengdir veruleikanum

„Sem bet­ur fer,“ skrifar hann, „…eru ekki all­ir þing­menn svo laustengd­ir veru­leik­an­um. Óli Björn Kára­son, formaður efna­hags- og viðskipta­nefnd­ar, hef­ur lýst mikl­um áhyggj­um af þeirri stöðu sem upp er kom­in og vill að

Davið Oddsson:
„Hvernig má það vera að ríkisstjórn…“

lækk­un veiðigjalda, þannig að þau taki mið af af­komu grein­ar­inn­ar, verði for­gangs­mál þegar þing kem­ur sam­an í haust. „Það að hafa ekki náð fram þess­um breyt­ing­um núna er al­var­legt. Ég vona að það hafi sem minnst áhrif, en ég ótt­ast að þetta hafi af­leiðing­ar í för með sér sem menn verða þá að horf­ast í augu við því þingið hafði ekki burði til þess að taka málið til efn­is­legr­ar meðferðar eins og lagt var upp með hér í síðustu viku. Það var komið í veg fyr­ir það,“ sagði Óli Björn í sam­tali við Morg­un­blaðið.“

Alvarleg staða Alþingis

„Það er fjarri því of­mælt,“ skrifar ritstjórinn, „…að það sé al­var­legt að þingið hafi ekki burði til að taka mál af þessu tagi til efn­is­legr­ar meðferðar. Fleiri mál hljóta að þurfa að vera á for­gangslista rík­is­stjórn­ar­inn­ar en þau sem koma frá Brus­sel. Fyr­ir ligg­ur að sjáv­ar­út­veg­ur­inn, grund­vall­ar­at­vinnu­veg­ur þjóðar­inn­ar, er svo skatt­pínd­ur að fjöldi fyr­ir­tækja um allt land á í erfiðleik­um. Hvernig má það vera að rík­is­stjórn, sem sam­kvæmt hefðbund­inni taln­ingu hef­ur traust­an meiri­hluta að baki, kem­ur ekki í gegn máli á borð við lag­fær­ingu veiðigjalda?“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: