- Advertisement -

Ole „jarðar“ Framsóknarflokkinn

Það rétta er að Framsóknarflokkurinn er enginn frjálslyndur miðjuflokkur, sem gæti sameinað og samstillt stjórnmálaöfl landsins, heldur flokkur einangrunarstefnu og kyrrstöðu.

Ole Anton Bieltvedt.

„Sigurður Ingi og aðrir forystumenn Framsóknarflokksins reyna að ná stuðningi og fylgi með því að fullyrða að þeir séu frjálslyndur miðjuflokkur, hinn eini sanni miðjuflokkur á Íslandi,“ skrifar Ole Anton Bieltvedt í Fréttablaðsgrein í dag.

„Á þessum grundvelli þykist formaðurinn vera til þess kjörinn að stofna til og leiða nýja ríkisstjórn. Hann geti sameinað það, sem kallast hægri og vinstri, á frjálsræðislegum miðjugrundvelli. Hann geti haft allt og alla í huga, á báðum vængjum stjórnmálanna, séð um alla og sinnt öllum,“ skrifar Ole Anton.

Í raun er munurinn á Framsókn og Miðflokki enginn…

„Hljómar vel, en, það sem gildir er auðvitað ekki hljómurinn og yfirborðið, heldur það sem rétt er. Það rétta er að Framsóknarflokkurinn er enginn frjálslyndur miðjuflokkur, sem gæti sameinað og samstillt stjórnmálaöfl landsins, heldur flokkur einangrunarstefnu og kyrrstöðu.

Í raun er munurinn á Framsókn og Miðflokki enginn, enda tvær greinar af sama meiði, nema þá það að Sigmundur Davíð étur hrátt nautahakk úti í móa og veltir sér um velli með hundum, sem Sigurður Ingi gerir ekki, svo vitað sé. Munurinn á Framsókn og Miðflokki liggur helzt, eða eingöngu, í því að báðir þessir menn vildu vera formenn Framsóknar, sem auðvitað gekk ekki, þess vegna urðu f lokkarnir tveir. Það var enginn málefnalegur ágreiningur!“

Og síðar: „Framsókn er læst og kolföst í gömlum íhaldskreddum og -kenningum um það að víðtækt og náið samstarf við evrópskar vina- og frændþjóðir sé ekki aðeins varhugavert, heldur hættulegt.

Einangrunarsinnum og íhaldsöflum, eins og mér finnst að skilgreina verði Framsóknarflokkinn, verður að forðast að veita völd, svo og öðrum öfgaflokkum, til hægri og vinstri.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: