Ólafur Ísleifsson skrifaði:
Forseti ASÍ talar fyrir því í Silfrinu að þjóðin borgi Namibíu fyrir meint afglöp sjávarútvegsfyrirtækis þar í landi. Hagsmunagæslukona útgerðarinnar segir reynsluna úr hruninu sýna að fólkið eigi ekki að borga fyrir einkafyrirtækin. Hvor þessara kvenna gætti almannahagsmuna? Svarið er augljóst.
Björn Leví skrifaði Ólafi:
Værir þú til í að vitna beint í orð hennar því ég heyrði ekki það sem þú segir að hún sagði. Ég fór meira að segja og hlustaði aftur. Kannski missti ég af einhverju, það getur alveg verið. Þú veist hins vegar hvað þú ert að vísa í og getur því auðveldlega komið með beina tilvitnun ásamt kannski tímasetningu í silfrinu þar sem þau orð koma fram.