Fréttir

Ólafur jarðeðlisfræðingur: „Það seg­ir manni bara það að það hlýt­ur að vera mik­il hætta á eld­gosi“

By Ritstjórn

May 17, 2022

„Það seg­ir manni bara það að það hlýt­ur að vera mik­il hætta á eld­gosi í kring­um Grinda­vík, í Svartsengi og í Eld­vörp­um við nú­ver­andi aðstæður,“ segir jarðeðlisfræðingur Ólafur G. Flóvens, fyrrum forstjóri Íslenskra orkurannsóknar, um það sem hann telur vera mikil hættumerki um yfirvofandi eldgos.

Ólafur ræddi málið við MBL. „Mér finnst ekki ólík­legt að það sé kvika að safn­ast sam­an und­ir Svartsengi, eða þess vegna und­ir Sund­hnjúkagígaröðinni sem ligg­ur til norðaust­urs frá Grinda­vík þar sem að það eru bún­ir að vera viðvar­andi skjálft­ar í lang­an tíma,“ seg­ir Ólaf­ur og bætir því við að hefjist eldgos við Svartsengi yrðu Bláa lónið og orkuverið í Svartsengi í mikilli hættu vegna hraunrennslis. Mestar áhyggjur hafi hann þó af Grindavík.