- Advertisement -

Ólafur brást illa við spurningum um Eggert: „Það var aldrei vafi í mínum huga“

Ólafur Jóhannesson, þjálfari meistarflokks karla í Knattspyrnu hjá FH, brást illa við spurningum blaðamanna um Eggert Gunnþór Jónsson leikmann liðsins eftir leik FH. Hann vildi ekkert ræða endurkomu leikmannsins í liðið í gær.

Nýlega felldi Héraðssaksóknari niður kæru á hendur Eggerti og Aroni Einar Gunnarssyni, fyrrum landsliðsfyrirliða í knattspyrnu, sem sakaðir voru um nauðgun í verkefni á vegum landsliðsins í Kaupmannahöfn árið 2010.

Vegna málsins var Eggert í tímabundnu leyfi en eftir að málið var fellt niður sneri hann aftur í byrjunarlið FH í gær. Fréttmaður Vísis spurði Ólaf þjálfara út í mál Eggerts og er fullyrt að þjálfarinn hafi brugðist illa við spurningunni og látið óánægju sína skýrt í ljós án þess að svara efnislega um endurkomu leikmannsins og áhrif málsins á leikmannahópinn.

„Mér fannst við bara spila vel í dag og er ánægður með það. Hann er búinn að æfa með okkur allan tímann og það var aldrei vafi í mínum huga,“ sagði Ólafur.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: