Vilhjálmur Birgisson skrifaði:
Stærsta hagsmunamál heimilanna hér á landi er að viðhalda áframhaldandi lágu vaxtarstigi munum að okurvextir og verðtrygging eru ekkert náttúrulögmál heldur mannanna verk!
Þegar við gerðum lífskjarasamninginn í apríl 2019 tók ég þátt í því að funda með seðlabankastjóra til að kalla eftir frá Seðlabankanum hvað aðilar vinnumarkaðarins þyrftu að gera til að koma af stað svokölluðu stýrivaxtaferli bankans.
Það var stefna okkar í verkalýðshreyfingunni að skapa grundvöll til að auka ráðstöfunartekjur launafólks og heimila með fleiri þáttum en beinum launahækkunum og á þeirri forsendu var m.a. þessi fundur með seðlabankastjóra í apríl 2019. Við fengum viss skilaboð frá seðlabankanum hvað við þyrftum að gera þótt vissulega væru fleiri þættir sem spiluðu þar inn í eins og gengisþróun.
Það er morgunljóst að okkur tókst svo sannarlega að auka ráðstöfunartekjur heimilanna samhliða launabreytingum í lífskjarasamningum því í apríl voru stýrivextir seðlabankans 4,25% en eru í dag 1,25% og fóru reyndar lægst niður í 0,75%.
Þetta leiddi að sér að þúsundir heimila náðu að endurfjármagna sig og sem dæmi eins og sést á myndinni sem fylgir þessari færslu þá hefur heimili sem er með 35 milljóna óverðtryggt húsnæðislán með breytilegum vöxtum aukið ráðstöfunartekjur sínar um rúmar 68 þúsund krónur á mánuði eða sem nemur 822 þúsundum á ársgrundvelli.
Stærsta hagsmunamál heimilanna hér á landi er að viðhalda áframhaldandi lágu vaxtarstigi munum að okurvextir og verðtrygging eru ekkert náttúrulögmál heldur mannanna verk!