- Advertisement -

Okureyjan Ísland

Hins veg­ar sé mik­ill mun­ur á verði milli landa þótt þau hafi öll aðgang að sama verðinu á alþjóðleg­um mörkuðum.

Hér á eftir hluti fréttar á mbl.is. Þar sannast enn og aftur hversu mikið er lagt á okkur. Hér er það eldsneyti. Hér sést svart á hvítu hvernig þessu er fyrirkomið.

„Verð á bens­ín­lítra var í lok des­em­ber ein­ung­is hærra en á Íslandi í tveim­ur lönd­um í heim­in­um, Mónakó og Hong Kong, sam­kvæmt sam­an­tekt vefjar­ins GlobalPetrolPrices.com sem fylg­ist með eldsneytis­verði í 168 lönd­um.

Þá er verð á lítra af dísi­lol­íu ein­ung­is hærra í Hong Kong en á Íslandi.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þetta er dæmigert. Það verður að hugsa þetta upp á nýtt. Lesum samt áfram:

„Á lista vefjar­ins var verð á bens­ín­lítra skráð jafn­v­irði 306 króna hér á landi og verð á dísi­lolíu­lítra jafn­v­irði 314 króna þann 30. des­em­ber. Verð á eldsneyti hækkaði um ára­mót­in vegna hækk­un­ar á eldsneyt­is­gjaldi og kol­efn­is­gjaldi en þær hækk­an­ir eru ekki komn­ar inn í þenn­an út­reikn­ing. Þess má geta að hæsta skráða bens­ín­verðið á höfuðborg­ar­svæðinu er nú 323,30 krón­ur og hæsta verðið á dísi­lol­íu er 329,10 krón­ur.

GlopalPetrolPrices seg­ir að meðal­verð á bens­ín­lítra í heim­in­um sé um það bil 1,23 dal­ir, sem svar­ar til 171,50 króna, og meðal­verð á dísi­lolíu­lítra sé 1,17 dal­ir, jafn­v­irði rúm­lega 163 króna. Hins veg­ar sé mik­ill mun­ur á verði milli landa þótt þau hafi öll aðgang að sama verðinu á alþjóðleg­um mörkuðum. Mun­ur­inn skýrist einkum af mis­mun­andi op­in­ber­um gjöld­um eða niður­greiðslu.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: