Hér á eftir hluti fréttar á mbl.is. Þar sannast enn og aftur hversu mikið er lagt á okkur. Hér er það eldsneyti. Hér sést svart á hvítu hvernig þessu er fyrirkomið.
„Verð á bensínlítra var í lok desember einungis hærra en á Íslandi í tveimur löndum í heiminum, Mónakó og Hong Kong, samkvæmt samantekt vefjarins GlobalPetrolPrices.com sem fylgist með eldsneytisverði í 168 löndum.
Þá er verð á lítra af dísilolíu einungis hærra í Hong Kong en á Íslandi.“
Þetta er dæmigert. Það verður að hugsa þetta upp á nýtt. Lesum samt áfram:
„Á lista vefjarins var verð á bensínlítra skráð jafnvirði 306 króna hér á landi og verð á dísilolíulítra jafnvirði 314 króna þann 30. desember. Verð á eldsneyti hækkaði um áramótin vegna hækkunar á eldsneytisgjaldi og kolefnisgjaldi en þær hækkanir eru ekki komnar inn í þennan útreikning. Þess má geta að hæsta skráða bensínverðið á höfuðborgarsvæðinu er nú 323,30 krónur og hæsta verðið á dísilolíu er 329,10 krónur.
GlopalPetrolPrices segir að meðalverð á bensínlítra í heiminum sé um það bil 1,23 dalir, sem svarar til 171,50 króna, og meðalverð á dísilolíulítra sé 1,17 dalir, jafnvirði rúmlega 163 króna. Hins vegar sé mikill munur á verði milli landa þótt þau hafi öll aðgang að sama verðinu á alþjóðlegum mörkuðum. Munurinn skýrist einkum af mismunandi opinberum gjöldum eða niðurgreiðslu.“