Greinar

Okurbankar á Íslandi

By Miðjan

June 19, 2017

Landsbankinn spáir að ársverðbólgan verði einungis eitt og hálft prósent. Seðæabankinn hefur stýrivextina enn háa, þó þeir hafi verið lækkaðir ögn, eða fjögur og hálft prósent.

Meðan Landsbankinn telur að verðbólgan verði hálft annað prósent býður hann viðskiptavinum, ef hægt er að tala um vinasamband, lán með allt að níu prósenta vöxtum. Sex sinnum hærri vexti en þessi sami banki telur að verðbólga þessa árs verði.

Ekki er að efa að hinir bankarnir tveir séu ámóta harðir í sínum „vinskap“ við það fólk sem á viðskipti við þá.

Það er víða sem þau sterku taka til sín meira en getur talist sanngjarnt.

-sme