- Advertisement -

Okur verði refsivert

Þingmenn Flokks fólksins hafa lagt fram og mælt fyrir frumvarpi þar sem gert ráð fyrir að okur verði gert refsivert.

„Það er í rauninni með hreinum ólíkindum hvernig við virðumst alltaf grípa um rassinn þegar við erum búin að missa allt í buxurnar,“ sagði Inga Sæland þegar hún mælti fyrir frumvarpinu.

Í greinargerð með frumvarpinu segir:

„Einnig er lagt til að almennt bann við okri á hættutímum verði sett í almenn hegningarlög. Slíkt ákvæði er til þess fallið að draga úr líkum á því að fyrirtæki hækki verð til neytenda á fyrri stigum hættuástands í þeirri von að ná að græða sem mest áður en stjórnvöld gefa út fyrirmæli um hámarksverð. Lagt er til að okur sé skilgreint sem hækkun á vöruverði án málefnalegra ástæðna eða aðeins vegna þess að eftirspurn hefur aukist. Ýmsar ástæður geta legið að baki hækkunar vöruverðs. Þegar vöruverð er hækkað án þess að innkaupsverð hafi hækkað til muna og án þess að söluaðila sé það nauðsynlegt vegna rekstrarskilyrða má ætla að slík hækkun sé til komin vegna þess að söluaðili verður þess áskynja að eftirspurn eftir vörunni hafi aukist vegna hættuástands. Slíkt á að vera ólöglegt, enda ætti enginn að græða á því að hætta steðji að almenningi.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: