- Advertisement -

Okrar Bjarni Ben á Vaðlaheiðargöngum?

„28. janúar síðastliðinn tók Ríkissjóður 117 milljarða króna lán á föstum 0% vöxtum. Framboð lánsfjár var svo mikið að hægt hefði verið að taka að láni fjórfalda þá upphæð. Á 0% vöxtum,“ skrifar Gísli Sigurðsson.

„Ríkissjóður er lánveitandi Vaðlaheiðarganga. Á síðasta ári reiknaði Ríkissjóður sér 880 milljónir í vexti af því láni. Reiknaðir uppsafnaðir vextir eru komnir vel á fimmta milljarð. Vaxtaprósentan 5,3% og ríkisábyrgðargjald 0,6% þar ofaná! Með þessum kúnstum er að verða búið að koma skuldinni upp í 19 milljarða. Hvers vegna?

Ég sé ekki að hægt sé að kalla þetta neitt annað en vaxtaokur. Þar á ofan krefst nú Ríkissjóður þess að núverandi hlutafé verði afskrifað niður í núll.

Þessi framkoma Ríkissjóðs við þá sem lögðu hundruð milljóna hlutafé í þetta verkefni, sveitarfélög, fyrirtæki og reyndar alla íbúa á svæðinu er einfaldlega óboðleg.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Benedikt Sigurðsson bætti við:

„…stjórnmálamenn í ríkisstjórn Íslands beita heimskulegum og fólskulegum reikningskúnstum – – raunar fölsunum af grófasta tagi – með því að búa til sérstaka okurvexti til að reyna að friðþægja helstu fíflunum sem andmæla gangagerðinni undi Vaðlaheiði.

Að reikna 5,9% okur á lánapakkann – sem er með fullu veði í Vaðlaheiðargöngum – GATI Í FJALL – sem væntanlega stendur nánast á hverju sem dynur á Reykjanesskaga eða Kröflusvæðinu eða undir Vatnajökli . .

Með því að þykjast ekki endurfjármagna sig – á þeim lánskjörum sem hafa verið í boði sl. 20 mánuði . . . er verið að ljúga að almenningi og falsa forsendur . . .

Við verðskuldum betri stjórnmálamenn . . . Gísli . . .“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: