- Advertisement -

Okkur vantar fjárframlag hinna auðugustu

Þá er mikilvægt að vinna að endurreisn skattkerfisins, þar sem hinir ríku greiða eðlilegan hlut í sameiginlegan sjóð okkar.

„Sósíalistar telja mikilvægt að Reykjavíkurborg leiti til hinna sveitarfélaganna með það að markmiði að mynda samstöðu um að koma útsvari á fjármagnstekjur,“ sagði Sanna Magdalena Mörtudóttir á borgarstjórnarfundi.

„Slíkt er mikilvægt til að styrkja borgarsjóð svo hægt sé að vinna að öllum þeim mikilvægu verkefnum sem eru á ábyrgð borgarinnar. Þó að borgarstjórn geti ekki lagt á skatta án laga frá Alþingi, þá er mikilvægt að vinna að endurreisn skattkerfisins, þar sem hinir ríku greiða eðlilegan hlut í sameiginlegan sjóð okkar.“

Rætt var um fjárhagsáætlun borgarinnar. „Mikilvægt er að líta til heildarsamhengisins við vinnslu á útdeilingu fjármagns til ólíkra málaflokka borgarinnar. Fjárhagsáætlunargerð byggir að stórum hluta á rammaúthlutun, þar sem ætlast er til þess að allir útgjaldaliðir rúmist innan ákveðins ramma,“ sagði Sanna og svo þetta:

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Mikilvægt er að breyta kerfinu sem fjárhagsáætlun byggir á, í stað þess að vinna innan um takmarkaðan ramma þar sem það vantar fjárframlag hinna auðugustu. Eðlilegt er að svið borgarinnar endurskoði reglulega hvað megi bæta og útfæra betur en hagræðingarkröfu má ekki útfæra þannig að það sé erfitt að útfæra og komi sér illa fyrir borgarbúa og þá sem sinna mikilvægum störfum fyrir borgarbúa.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: