Þorsteinn Sæmundsson skrifar Moggagrein þar sem hann talar um dóminn um innflutning á hráu kjöti. Þorstein kemur víðar við. Hann segir að 70 prósent af matvöruverslunum séu í höndum skyldra aðila. Eins segir hann mestan vindinn úr Costco.
„Tilkoma heildsölukeðjunnar Costco á íslenskum markaði vakti vissulega vonir um að aukin samkeppni myndi lækka vöruverð á Íslandi. Víst hefur verð á eldsneyti, hjólbörðum og ýmsum hreinlætisvörum lækkað og haldist lágt og er það þakkarvert en keðjan hefur verið furðufljót að átta sig á markaðsaðstæðum á Íslandi og verðlagt nauðsynjavörur eftir því. Til þess að tryggja samkeppni á fákeppnismarkaði hér þar sem dagvöruverslanir með u.þ.b. 70% markaðshlutdeild eru í eigu skyldra aðila þarf nauðsynlega á utanaðkomandi aðstoð að halda. Neytendur eru í raun að greiða fyrir eigin lífeyri fyrir fram með háu vöruverði vegna eignarhalds lífeyrissjóða á verslanakeðjum. Hagnaður verslanakeðjanna er enda ærinn eins og fram kemur reglulega,“ skrifar þingmaðurinn.
„Því er nauðsynlegt að hingað rati alvöru matvörukeðjur á borð við ALDI, LIEDL eða þá hinar dönsku NETTO eða Bilka. Það eru ærin tækifæri fyrir erlenda aðila að hasla sér völl á neytendamarkaði en á meðan þeir ráða ráðum sínum búum við íslenskir neytendur við meira … svona okur … alla daga.“