Halldóra Mogensen skrifar:
Börnin eru búin að vera hér í meira en tvö ár. Þau eru búin að eignast vini, læra tungumálið, festa rætur. Að senda þau út úr landi í algjöra óvissu er áfall sem mun hafa óafturkræfar afleiðingar fyrir þroska þeirra og heilsu. Við vitum þetta. Að skýla sér bakvið skriffinnsku og „hentuga“ túlkun á lögum og reglum til að réttlæta þessa ákvörðun sýnir varhugaverðan skort á samkennd og tengingu við það sem raunverulega skiptir máli í lífinu. Okkur má ekki vera sama um varnarlaus börn sem eru biðja okkur um að bjarga lífi sínu. Hvert erum við þá komin og hvar endum við?