Dómgreindarskortur þeirra mun efalítið virka sem byr í seglin hjá Sjálfstæðisflokknum. Öll gagnrýni á þær verður tekið sem árás á flokkinn og mun þannig þétta raðirnar þegar flokkurinn leggur af stað í kosningaveturinn.
Ég átta mig á því að ég er í framlínu og fronti og þetta er risastórt verkefni og okkur líður öllum allskonar,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir á Vísi. „Eftir á að hyggja hefði ég ekki átt að þiggja boðið,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir á sama stað og bætir við að hún sé stolt af Landhelgisgæslunni.