Fréttir

„Okkur líður mjög vel, þetta var mjög gaman“

By Ritstjórn

May 11, 2022

Systkinin Elín, Beta, Sigga og Eyþór Eyþórsbörn voru í skýjunum eftir blaðamannafundinn í PalaOlimpico-höllinni í Tórínó. ´Ísland komst áfram í úrslitin sem fram fara á laugardagskvöldið.

„Okkur líður mjög vel, þetta var mjög gaman,“ sagði íslenska sveitin í samtali við Vísi. Þau sögðu að hin neikvæða umræða hér á landi hafi haft áhrif á þau fram að lokaflutningnum.

Sjá einnig: Siggi Gunnars spáir þessum þjóðum áfram – Magga Frikka hundsvekkt

„Á Íslandi, þegar einhver segir manni nógu oft að maður sé ekki að fara að komast í gegn, þá er maður bara ó ókei. Svo allt í einu bara what?“

Mikil spenna ríkti í höllinni á meðan tilkynnt var hvaða atriði myndu komast áfram en Ísland var þriðja ríkið til að verða lesið upp í útsendingunni.  Auk Íslands komust Sviss, Armenía, Litháen, Portúgal, Noregur, Grikkland, Úkraína, Moldavía og Holland áfram í lokakeppnina á laugardag.

En hvað ætla þau svo að taka sér fyrir hendur í dag?

„Á dag er frí.“

Flutningur systkinanna gekk vel á sviðinu og hafa fjölmargir hrósað frammistöðunni á samfélagsmiðlum. Sjálf segjast íslensku keppendurnir ánægðir með að ná að koma sínum skilaboðum um allan heim.

„Það gefur okkur tilgang. Við getum haldið áfram að vera bæði tónlistarkonur og menn og berjast fyrir mannréttindum.“