„Það hefur farið hægt af stað. Það var ekki sú sátt á vinnumarkaði um það sem við gerðum ráð fyrir og það er enn verið að klára samningalotuna sem hófst í septemner á síðasta ári,“ svaraði Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni í gær, þegar hann var spurður hvort viðræður um næsta kjarasamning séu hafnar.
Þegar skrifað var undir núverandi skammtímasamning, um 2,8 prósenta launahækkun, var sgt að viðræður um lantímasamning myndu hefjast strax. En svo er ekki.
Gylfi sagði að tilraunin um að lægri launahækkanir og aukin kaupmátt í framhaldi hafi mistekist. Á Norðurlöndunum er farin önnur leið, þolinmóðari leið með lægri launahækkanir. „Þegar við skoðum þetta þrjátíu árum síðar, verður að viðurkennast að þeim hefur tekist betur að auka kaupmátt með lægri launahækkunum heldur en okkur með meiri launahækkunum.“
Eftir stóru samningana hafa aðrir stéttir, svo sem kennarar og flugliðar, samið um mun meiri hækkanir og jafnvel tífalda hækkun þess sem Alþýðusambandið og fleiri sömdu um. Gylfi segir að tilraunun sem var reynd hafi ekki gengið uðð, ekki síst vegna þess að ríkið gekk á undan með meiri hækkunum til annarra, og á þá við framhaldsskólakennara.
En hverjar verða afleiðingarnar, til hvers ætlast þeir sem sömdu um litla hækkun?
„Þegar verður mikil misskipting í launabreytingunni munu þeir sem telja sig hafa setið eftir, þurfa að fara svipaðar leiðir.“ Það er að krefjast leiðréttinga miðað við annað sem hefur gerst.