Katrín Jakobsdóttir varð fyrst ráðherra árið 2013 og sat til 2016. Hún hefur verið forsætisráðherra frá 2017.
Bjarni Benediktsson hefur verið fjármálaráðherra frá árinu 2013. Nema hann varð forsætisráðherra í skamman tíma en ríkisstjórnin sprakk vegna spillingarmála.
Guðlaugur Þór var heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra 2007–2008. Heilbrigðisráðherra 2008–2009. Utanríkisráðherra 2017–, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra til 2020. Er núna umhverfisráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson var sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra 2013–2016. Umhverfis- og auðlindaráðherra 2013–2014. Forsætisráðherra 2016–2017. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og ráðherra norrænna samstarfsmála 2017 til 2021. Er nú innviðaráðherra.
Svandís Svavarsdóttir var umhverfisráðherra 2009–2012. Umhverfis- og auðlindaráðherra 2012–2013. Heilbrigðisráðherra 2017 og er nú sjávarútvegsráðherra.
Þetta fólk hefur lengi haldið um stjórnartaumana. Ábyrgð þeirra er mikil. Landspítalinn á í stórkostegum. Í fréttum Ríkissjónvarpsins í gær kom fram að 45 færri sjúkraliðar starfa á Landspítalanum um þessi áramót en þau síðustu.
Knýjandi þörf er á að fá fleiri hjúkrunarfræðinga til starfa. Þá bráðvantar.
„Mikið er talað um að mennta fleiri hjúkrunarfræðinga en nú komast færri að en vilja. Guðbjörg Pálsdóttir, formaður hjúkrunarfræðinga, bendir á að um jólin hafi ekki allir þeir nemendur sem náðu klásusviðmiðum í Háskóla Íslands og Háskólanum á Akureyri fengið að halda áfram, plássin séu of fá. Fjórtán hjúkrunarfræðinemar af þeim rúmlega 200 sem náðu prófunum neyðist því til þess að hætta.
Mikið er þetta geggjað. Hver er ástæðan fyrir þessari öfugþróun? Kannski þessi?
„Síðustu tvö skipti sem samningar hafa verið lausir hefur launaliðurinn farið í gerðardóm, það náttúrulega fer ekki rosalega vel í fólk að lögmálið um framboð og eftirspurn virðist ekki gilda um þessa stétt. Ef það koma fleiri inn verður álagið fyrir þá sem eru á gólfinu líka minna. Ég vildi að það væri til töfralausn en ég held að fyrst og fremst ætti að reyna að ráðast að því augljósa, að semja almennilega við hjúkrunarfræðinga.“
Ábyrgð þessa fólks er nánast óendanleg. Með stjórnarháttum sínum hafa þau komið í veg fyrir að við menntum nógu marga hjúkrunarfræðinga. Ekki bara það. Þau hafa sýnt hjúkrunarfræðingum nánast fjandskap þegar kemur að launakröfum hjúkrunarfræðinga.
Því fer sem fer.