Fréttir

Okkar kjörnu fulltrúar eru auðtrúa, óreyndir og bláeygir

By Ritstjórn

May 17, 2019

Ragnar Önundarson, sem berst hart gegn innleiðingu þriðja orkupakkans, skrifar á Facebook:

Evrópa er stöðnuð, er að missa efnahagslega stöðu gagnvart umheiminum, ekki síst Asíu, þar sem hagvöxturinn er mestur. Útflutningur okkar mun elta kaupmáttinn, markaðir framtíðarinnar eru ekki í Evrópu. Við munum smám saman fjarlægjast EES, ekki nálgast ESB.

Frekjan og sálarlaus yfirgangur evrópsks kapítalisma gagnvart okkur tekur engu tali.

Okkar kjörnu fulltrúar hafa ekki ,,keppnisskap”, ekki viðnámsþrótt. Eru óreyndir, auðtrúa og bláeygir.

Það jákvæða við samþykkt O3 er kannski að það grefur þá hraðar undan EES í kjölfarið.