Ragnar Önundarson, sem berst hart gegn innleiðingu þriðja orkupakkans, skrifar á Facebook:
- • Við héldum fiskimiðunum, amk. á meðan við erum bara í EES. Þeir urðu að samþykkja það til að fá okkur inn.
- • Við sáum ekki fyrir að auðmenn mundu kaupa upp heilu sveitirnar til að hafa laxveiðina fyrir sig og vini sína.
- • Fiskeldi erlendra fjárfesta með erlendan laxastofn og erlenda starfsmenn er óstöðvandi.
- • Óskir okkar um viðnám til að halda dýrastofnum heilbrigðum mæta ekki skilningi.
- • M.a.s. yfirvofandi almannahætta vegna lyfjaónæmra sýkla er hundsuð.
- • Vindmyllugarðar eiga að spretta upp hér og þar, viðnámsþrótturinn er enginn, en Landsnet annar varla flutningi orkunnar, sem betur fer.
- • Við viljum ekki gefa hreina ódýra orku eftir, en stjórnvöld hrekjast frá einum ,,orkupakkanum” til annars og hafa enga framtíðarsýn, enga viðspyrnu.
Evrópa er stöðnuð, er að missa efnahagslega stöðu gagnvart umheiminum, ekki síst Asíu, þar sem hagvöxturinn er mestur. Útflutningur okkar mun elta kaupmáttinn, markaðir framtíðarinnar eru ekki í Evrópu. Við munum smám saman fjarlægjast EES, ekki nálgast ESB.
Frekjan og sálarlaus yfirgangur evrópsks kapítalisma gagnvart okkur tekur engu tali.
Okkar kjörnu fulltrúar hafa ekki ,,keppnisskap”, ekki viðnámsþrótt. Eru óreyndir, auðtrúa og bláeygir.
Það jákvæða við samþykkt O3 er kannski að það grefur þá hraðar undan EES í kjölfarið.