Ójöfnuður kallar á ókristilegt jólahald
Gunnar Smári skrifar:
Ef jólin væru vara sem leiddi til sjúkdómseinkenna hjá 10% landsmanna; þar af þriðjungi láglaunafólks, öryrkja og fátæks eftirlaunafólks og rúmur fimmtungur ungs fólks veiktist; væri þessi vara líklega bönnuð. Í raun stöndum við frammi fyrir tveimur kostum; að auka jöfnuð þannig að fólk eigi almennt fyrir því að halda jól eða leggja jólin af; hin betur settu gætu þá haldið sín jól í leyni án þess að leggja samfélagið undir sig. Það er ákaflega ókristilegt að halda mikinn fögnuð þar sem hinum lakar settu, hinum fötluðu, öldruðu og ungu er ekki boðið; það er ekki hægt að finna þann sið sem þykir slíkt boðlegt nema innan kirkju heilagrar Ayn Rand (sem því miður er hin raunverulega þjóðkirkja okkar Íslendinga).