Alþingi „Ég vil vekja athygli þjóðarinnar á einu. Sá er munurinn á Framsóknarflokknum núna og í tíð fyrrum ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, á árabilinu 1995 til 2003, að þá hélt hann í við Sjálfstæðisflokkinn og passaði upp á hann. Siv Friðleifsdóttir, Jón Kristjánsson, Ingibjörg Pálmadóttir þau pössuðu upp á Sjálfstæðisflokkinn. Núna er allt gefið eftir. Nú á að markaðsvæða og ef Alþingi stoppar þetta ekki, þá beini ég því til þjóðarinnar . Við verðum að rísa upp gegn áformum Sjálfstæðisflokksins um að innleiða markaðssviðskipti í heillbrigðisþjónustu á Íslandi. Við eigum ekki að láta þau komast upp með að eyðileggja íslenska heilbrigðiskerfið,,“ sagði Ögmundur Jónasson, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, á Alþingi fyriur skömmu.
Hann talaði um forstjóra Heilsugæslunnnar á höfuðborgarsvæðin, Odd Steinarsson, og sagði að fljótlega eftir að hann var skipaður í embætti; „…þá fór hann að tala um mikilvægi þess að innleiða markaðslausnir í heilsugæsluna. Hann fór að tala um mikilvægi þess að innleiða markaðskvata í heilsugæsluna og þar þyrfti Samkeppniseftirlitið að leika lykilhlutverk. Þarna var samræmt göngulag við hæstvirtan heilbrigðisráðherra, Kristján Þór Júlíusson, sem í síðustu viku kom fram í Ríkissjónvarpinu og hvíslaði því að þjóðinni að einmitt þetta vekti fyrir honum. Peningarnir fylgdu sjúklingunum, en þetta er formal Miltons Freedmans og félaga um leiðina til að markaðsvæða heilbrigðiskerfið og menntakerfið.“
„Þetta er ekki alveg nýtt af nálinni á Íslandi. Við þekkjum það úr röntgenþjónustunni, til dæmis, þar sem skrúfað var fyrir, eða dregið úr fjárveitingum til Landspítalans. Hann gat ekki annað eftirspurn. Peningarnir fylgdu sjúklingnum upp í Domus Medica sem brátt varð betur tækjum búið en Landspítalinn. Þetta er veruleikinn. Og núna, fáum við það svart á hvítu á forsíðu Fréttablaðsins að sá aðili sem tjáir sig um framtíðarþróun í heilbrigðiskerfinu á Íslandi, hver skyldi það vera, það er forstjóri Samkeppniseftirlitsins.“