- Advertisement -

Óhrædd við að gagnrýna ömurlega utanríkisstefnu haukanna í Bandaríkjunum

Sá litli áhugi sem var til staðar gufaði upp þegar Joe Biden tók sviðið.

Gunnar Smári skrifar:

Þrátt fyrir nokkurn kosningaáhuga hefur mér ekki enn tekist að festa athygli við forkosningar demókrata í Bandaríkjunum. Sá litli áhugi sem var til staðar gufaði upp þegar Joe Biden tók sviðið, guð hvað það er óspennandi frambjóðandi með enga stefnu nema allt óbreytt og þreytandi tal um hvað Donald Trump misbýður honum sem persónu (en líklega myndi Biden sjálfur standa fyrir 98% af stefnu Trump ef hann kæmist í Hvíta húsið). En þessi frambjóðandi fékk mig til að gúggla aðeins og lesa mér til; Tulsi Gabbard. Ég held með henni í dag. Þrátt fyrir allt það góða sem Bernie Sanders hefur gert, held ég að hann sé ekki góður frambjóðandi 2020. Hann er meira svona Jóhannes skírari týpa; gong gong ég segi ykkur að gamli heimurinn er hruninn, búið ykkur undir nýja tíma. Þau sem munu leiða baráttuna áfram munu koma úr þjóðfélagshópum sem hafa sárari reynslu af andstyggð kerfisins. Tulsi Gabbard er kona frá Hawaii, samóai og hindúi, og óhrædd við að gagnrýna ömurlega utanríkisstefnu haukanna í Bandaríkjunum, sem er helsta ástæða fyrir ófriði í heiminum. Nokkuð sem jafnvel sum óskabörn sósíaldemókrataflokksins vestra veigra sér við að gera.

Svo má líka mæla með blaðamanninum sem tekur viðtalið, manni sem meginstraumsfjölmiðlar og valdaelítan hafa reynt að gera ótrúverðugan með öllum tiltækum ráðum undanfarin ár.

Þú gætir haft áhuga á þessum



Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: