Dóra Sif Tynes skrifar á Facebook:
Samkvæmt fréttinni á spurningin sem svara á í atkvæðagreiðslunni að vera þessi:
„Vilt þú að þeim tilmælum sé beint til sameiginlegu EES-nefndarinnar að Ísland verði undanþegið innleiðingu þriðja orkupakkans?“
Þá hlýtur einhver að spyrja – hvað gerist þá ef svarið er já? Það er nefnilega engin málsmeðferð í EES samningnum sem gerir ráð fyrir að eitt EFTA ríkjanna (eða aðrir samningsaðilar ef því er að skipta) geti „beint tilmælum“ til sameiginlegu EES nefndarinnar.
Það er þegar búið að taka ákvörðun um að taka gerðir þriðja orkupakkans upp í EES samninginn. Höfnun afléttingar stjórnskipulegs fyrirvara þýðir að málsmeðferð um lausn deilumála hefst í sameiginlegu EES-nefndinni. Ekki nýjar samningaviðræður um ákvörðun sem er búið að taka. Það kann vel að vera svo að einhverjum þyki ástæða til að láta á það reyna hverju slík vegferð skilar. En það er óheiðarlegt að setja málið fram eins og að um eitthvað spjall við strákana í sameiginlegu EES nefndinni sé að ræða.