Stjórnsýsla „Markmiðið með þessu starfi er að treysta réttaröryggi enn frekar, efla öryggiskennd borgaranna og tryggja vandaða, skilvirka og réttláta málsmeðferð við rannsókn mála. Ríkissaksóknari bendir réttilega á, í nýlegu erindi sínu til innanráðuneytisins, að til að bæði lögregla og almenningur fái hlutlausa og réttláta málsmeðferð getið verið heppilegra að óháður aðila fjalli um meðferð mála er varða rannsóknir á starfsháttum lögreglu. Allt þetta og fleira er viðkemur eftirliti með starfsháttum lögreglu almennt verður til skoðunar í umræddum starfshópi. Ragnheiður Harðardóttir héraðsdómari hefur víðtæka reynslu af málefnum ákæruvaldsins og réttarkerfisins. Ég er afar ánægð með að hún skyldi taka verkið að sér og vonast til að starfshópurinn nái að skila fyrstu tillögum eigi síðar en um næstu áramót.“
Þetta sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir þegar hún kynnti að stofnaður verði starfshópur sem mun taka til skoðunar hvernig komið verði á virkara eftirliti með starfsháttum lögreglu. Ragnheiður Harðardóttir, héraðsdómara við Héraðsdóm Reykjavíkur, mun leiða starfshópinn.