Innlend stjórnmál hafa ekki átt rúm íleiðurum Moggans í háa herrans tíð. Þau fá agnarögn í Mogga dagsins. Þar er fjallað um umhverfisflokka í öðrum löndum. Höfundur tekur eina slaufu hingað heim. í þessum fáum orðum er létt að greina spælingu yfir að Vinstri græn „leiði“ ríkisstjórn Íslands.
„Hér leiða vinstri grænir ríkisstjórn þó að það verði ekki rökstutt með fylgi flokks þeirra. Og þrátt fyrir það heyrist stundum af ósætti í þeirra röðum um stöðu flokks síns og málefna. Þyrftu ekki einhverjir að benda þeim á hver staða þeirra er í raun og veru?“
Ekki fer á milli mála að harðasta íhaldið metur stöðu Vg á sinn hátt. Sem er eflaust annar en margir flokksfélagar í flokki Katrínar Jakobsdóttur gera.